Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíğuna mína. Ég nota vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna. Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmálana.
Opna valmynd Loka valmynd
 
SED
English
 
English
 

Um mig

Sumarliði Einar Daðason

Almennar upplýsingar

Starfsreynsla

Sjálfstætt starfandi við hönnun, teiknun og forritun
Síðan 1997 til dagsins í dag (mest B2B, mörg þúsund verkefni)
Ljósmyndavinnsla, prentun og skönnun - Pedromyndir (Kodak Express)
1993 - 1997
Barþjónn og þjónn - Sjallinn
1990 - 1993
Ýmis sumarstörf á meðan ég var í framhaldsskóla
Fyrir 1990 (slippur, fiskvinnsla, bakarí, pökkun/lager o.fl.)

Menntun / Kunnátta

Stúdent af viðskipta- og hagfræðibraut - VMA
1989 - 1993
Einkaflugnám - Flugskóli Akureyrar
1997-1998 (kláraði 62 klst. og bóklegt en ekki haldið því við ...ennþá!)
Kunnátta
Að teikna hefur alltaf fylgt mér frá bernsku. Í kringum 10 ára aldur byrjaði ég að læra að forrita. Eftir það hef ég stöðugt verið að þróa mig áfram á báðum sviðum og er alltaf að læra eitthvað nýtt hvern dag. Ég hef góða þekkingu í forritum eins og Photoshop, Illustrator, 3D Studio Max, Flash, Painter, CorelDraw, Freehand, InDesign, AfterEffects og öðrum sambærilegum. Ég þekki Windows og DOS eins og lófan á mér. Er líka vanur á Mac og Linux. Venjulega set ég saman mínar eigin tölvur frá grunni. Hef góða þekkingu á forritum eins og Word, Excel o.þ.h.
HTML, CSS, Javascript/jQuery, PHP, MySQL er nánast innprentað í mig.
Ég er með góða reynslu í að hanna gagnagrunna, vefi og forrit (ég bjó til vefumsjónarkerfið SMALA sem og aðrar sérlausnir fyrir fyrirtæki).
Ökuréttndin mín eru B, C 74, BE og CE 76 (síðan 1990).
Tungumál
Ég tala, les og skrifa ensku og íslensku ágætlega.

Ferilskrá á PDF

Til baka