Jólakort AFE 2010
Hér má sjá rafrænt jólakort sem ég gerði fyrir AFE (Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar) árið 2010. Hugmyndin var að gera "létta" jólakveðju til viðskiptavina og velunnara í gegnum Internetið. Þemað það ár var nýting á metangasi úr sorphaugum í Glerárdal í Eyjafirði. Það er ekki auðvelt viðfangsefni til þess að tengja við jól.
Mér datt í hug að láta þetta byrja með gamaldags útliti þar sem gamalt jólarusl er sótt með ruslabíl og urðað í jörðu. Svo líður tíminn og þá birtist snjókarl á svifdreka sem setur niður "metangasstöð" þar sem ruslið var áður. Einhverra hluta vegna þá kemur ekkert rafmagn en svo fatta menn að það gleymdist bara að stinga í samband. Í kjölfarið kveiknar á rafmagns jólatrénu og starfsmenn veifa.
Það var dálítið krefjandi að búa til svona flókið animation án þess að vera með stórar videóskrár. En með smá útsjónarsemi og skipulagningu var hægt að framkvæma þetta með Flash. Með allri grafík varð endanlegt skjal ekki nema 491 KB að stærð. Þess ber að geta að Lögreglukór Reykjavíkur á lagið í upphafi og það notað með góðfúslegu leyfi hans.
Síðan var þessu breytt í sjónvarpsauglýsingu. Ef þetta hefði verið gert upphaflega með sjónvarp í huga þá hefði verið hægt að leika sér meira með dýpt og þrívídd - en á endanum snýst þetta allt um tíma og peninga.
... eða smelltu á sýnishornin hér að neðan til þess að sjá þau stærri.